Ökukennsla
Hauks Páls
Ég er rólegur, yfirvegaður og hef mikinn metnað til að gera ökunámið eins skemmtilegt og kostur er.
Engir tveir nemendur eru eins og því lofa ég faglegri kennslu með fjölbreyttum kennsluaðferðum sem sniðnar eru að styrkleikum hvers nemanda.
Útskrifaðist sem lögreglumaður 2006 - starfa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu
Útskrifaðist sem fasteignasali 2022 - starfa sem fasteignasali hjá Prima fasteignasölu
Útskrifaðist sem ökukennari 2024 - sjálfstætt starfandi ökukennari
Ég kenni á Selfossi og nærumhverfi ásamt höfuðborgarsvæðinu.
Ummæli viðskiptavina og foreldra
Haukur Páll er toppkennari!
Sonur minn með ódæmigerða einhverfu fann sér ekki ökukennara sem hafði þann hæfileika að skilja að það eru ekki allir einstaklingar steyptir í sama form (allt of stór hluti samfélagsins hugsar því miður ekki út fyrir rammann! Við eigum bara öll að vera “normal”)
En hjá Hauki Pál náði hann ró í huganum og því sjálfstrausti sem upp á vantaði til að hann varð nógu öruggur orðinn 21 árs…. Að hann gæti jú eflaust lært að keyra bíl
Strákurinn minn kann orðið að keyra og upplifa það frelsi að geta komist á milli staða án strætó eða að biðja um far, hans upplifun af ökunámi er verulega góð og segir hann að Haukur Páll sé klárlega sá þolinmóðasti, rólegasti og besti kennari sem hann hefur kynnst!
Ég er þakklát fyrir að til sé fólk eins og Haukur Páll sem kann á einhvern magnaðan hátt að kenna og hjálpa öllum, fjölbreytileikinn í fólki finnst mér fallegastur en það sjá ekki allir né skilja… en það sér Haukur og það að mínu mati lætur hann skara framúr!
Svo hvort sem það ert þú eða barnið þitt þá get ég með sanni sagt! Betri ökukennara finnurðu ekki
— Lydía
Algjör snillingur!
Er með titilinn “besti ökukennari í heimi” á okkar heimili og við gætum ekki verið sáttari.
Allur kvíði sem var búinn að byggjast upp gagnvart því að bruna út í umferðina var horfinn hjá dóttur minni í fyrsta tíma þar sem Haukur er með yfirburðum rólegur í kennslunni en nær samt sem áður að gera alla tímana bæði skemmtilega og áhugaverða.
Öll samskipti bæði við foreldra og nemanda upp á 10,5, sveigjanlegur, sanngjarn og topp næs.
— Hulda
Besti ökukennari ever!
Ótrúlega rólegur og þolinmóður og líka skemmtilegur!
Gæti ekki mælt meira með honum!!
— Aldís
Kennslubíllinn
Nissan Qashqai
Beinskiptur
Drif 4x4