Að hefja nám við ökukennslu
Í upphafi ökunáms geta vaknað hinar ýmsu spurningar.
Hér að neðan eru algengar spurningar og svör við þeim sem gætu hjálpað þér að skilja námið betur.
-
Þú mátt byrja í ökunámi um leið og 16 ára aldri hefur verið náð.
Þeir sem eru eldri en 16 ára geta hafið nám hvernær sem er!
Ökuskírteini er gefið út í fyrsta lagi á 17 ára afmælisdegi.
-
Nemandi sækir um námsheimild og ökuskírteini þegar 16 ára aldri er náð. Hlekkur á námsheimildina má finna hér. Þar inni velur nemandinn sér ökukennarann - "Haukur Páll Ægisson"
Passamynd sem ekki er eldri en 6 mánaða þarf að fylgja umsókninni um námsheimild, henni þarf að skila til sýslumanns. ATH: námsheimild er ekki gild fyrr en mynd er skilað!
Passamyndin þarf að vera á ljósmyndapappír í stærðinni 35x45 mm, með einlitum bakgrunni.
Ef einni eða fleiri heilsufarsspurningum er svarað játandi í umsóknarferlinu þarf að skila inn læknisvottorði á skrifstofu sýslumanns.
Þegar sýslumaður hefur gefið út námsheimild er haft samband við ökukennarann sinn - þá er hægt að hefja ökunámið!
-
Almenn ökuréttindi í B-flokki veita þér rétt til að aka fólks- eða sendibifreið sem er:
3.500 kg og léttari
með sæti fyrir 8 farþega eða færri – auk ökumanns
með eftirvagn 750 kg eða léttari
með eftirvagn þyngri en 750 kg, svo lengi sem bifreið og eftirvagn eru ekki þyngri en 4.250 kg samtals
Með almenn ökuréttindi í B-flokki mátt þú líka aka:
léttu bifhjóli (vespu og skellinöðru)
bifhjóli á þremur eða fleiri hjólum (t.d. fjórhjóli)
torfærutæki (t.d. vélsleða)
dráttarvél
vinnuvél í umferð (til að vinna á slíkri vél þarftu hinsvegar vinnuvélaréttindi)
-
Að loknum einum til tveimur ökutímum með ökukennara er nauðsynlegt að hefja bóklega námið í Ökuskóla 1.
o Hægt er að velja um nokkra ökuskóla - Hér að neðan eru þeir ökuskólar sem ökukennarinn mælir með:
Þegar Ökuskóla 1 er lokið ásamt að lágmarki 10 ökutímum með kennara er hægt að sækja um æfingaakstur. Æfingaakstur | Ísland.is (island.is) (ökukennari metur hvort nemandinn sé tilbúin til aksturs með leiðbeinanda.) Foreldri og/eða forráðamaður sækir um æfingaleyfi.
-
Ökuskóli II er tekinn samhliða ökutímum 11, 12 og 13. Það er þegar þrír til fjórir mánuðir eru í 17 ára afmælið.
Ökuskóli III Forsíða (okuskoli3.is)
Ökugerði (verklegt nám)
Í ökugerði er líkt eftir hættulegum aðstæðum. Markmiðið er að nemandinnátti sig á hversu auðvelt og fyrirvaralaust er hægt að missa stjórn á bifreið, t.d. í hálku eða lausamöl.Fjallað er sérstaklega um:
öryggis- og verndarbúnað bifreiða
áhrif áfengis og annarra vímugjafa á aksturshæfni
áhrif þreytu á aksturshæfni
-
Þegar nemandinn hefur lokið að minnsta kosti 10 verklegum ökutímum með ökukennara og lokið ökuskóla I má hann sækja um æfingaakstur með leiðbeinanda
Nánar um æfingaakstur er að finna hér
-
Að loknu bóklegu ökunámi er hægt að panta tíma í bóklegt ökupróf.
Bóklegt próf má taka tveimur mánuðum fyrir 17 ára afmælisdag.
Frumherji hf. annast framkvæmd ökuprófa samkvæmt samningi við Samgöngustofu.
Á vef Frumherja er hægt að panta tíma í prófið.Framkvæmd prófsins
Bóklega prófið er tekið á spjaldtölvur. Prófið samanstendur af 50 fullyrðingum sem svara á rétt eða rangt. Spurt er um efni sem þú hefur lært í ökuskólanum og hjá kennara.
Niðurstöður úr prófinu færðu strax við próflok. Svara þarf 46 fullyrðingum rétt til að standast prófið.Ef þú fellur á prófinu getur þú tekið það aftur að viku liðinni. Sama gjald er greitt fyrir hvert próf sem tekið er.
Lespróf
Upplestur á prófinu er í boði fyrir alla.
Túlkapróf
Prófin eru þýdd á hinum ýmsu tungumálum. Ef nemandinn talar ekkert af þeim tungumálum getur viðkomandi komið með túlk í prófið. Mikilvægt er að túlkur sé löggildur eða með samþykki frá Samgöngustofu.
Prófreglur
Miklvægt er að kynna sér prófreglur Samgöngustofu og Frumherja.
-
Verklegt próf má taka allt að 2 vikum fyrir 17 ára aldur. Ökukennarinn pantar verklega prófið eftir að nemandinn hefur staðist bóklega prófið.
Nemandinn þarf að hafa lokið 15-25 ökutímum með ökukennara + Ökuskóla I, II & III.
Framkvæmd prófsins
Munnlegt próf
Munnlega prófið er tekið í bílnum áður en farið er í aksturinn. Spurt er um ýmislegt sem snertir bifreiðina, t.d. ljós í mælaborði, stjórn- og öryggistæki ásamt hluti sem tengjast viðhaldi bifreiðarinnar.Smelltu hér til að sjá þær helstu spurningar sem gætu komið á prófinu
Verklegt próf
Í akstursprófinu er ekið um ákveðnar prófleiðir. Prófdómari skráir niður plúsa og mínusa sem notaðir eru til að reikna lokastig próftakans. Ef heildarstig er undir 80 hefur próftaki ekki staðist prófið.
Ef þú fellur í prófinu getur þú tekið það aftur að viku liðinni. Sama gjald er greitt fyrir hvert próf sem tekið er.
-
Áður en fullnaðarskírteini er gefið út þarf að óska eftir akstursmati hjá ökukennara.
Ökumaður ræður sjálfur hvaða ökukennari annast aksturmatið fyrir hann og greiðir ökukennaranum fyrir matið samkvæmt gjaldskrá hans.
Hvað er akstursmat
Í akstursmati er kannað hvort mat ökumanns á eigin aksturshæfni, akstursháttum og öryggi í umferðinni sé í samræmi við raunverulega getu hans. Markmið akstursmats er að ökumaðurinn geri sér grein fyrir hæfni sinni og getu í umferðinni með tilliti til umferðaröryggis.
Hvernig fer akstursmat fram
Mat á eigin aksturshæfni og öryggi í umferð.
Akstur með ökukennara. Ökukennarinn ákveður hluta akstursleiðarinnar og hluta ákveður ökumaðurinn.
Ökumaður leggur mat á eigin akstur, t.d. hvað hefði betur mátt fara og hvað gekk vel.
Ökukennarinn veitir endurgjöf.
Gert er ráð fyrir að akstursmat taki 50 mínútur, þ.e. 30 mínútna akstur og 15 mínútna úrvinnsla og niðurstaða þar sem ökumaður og ökukennarinn ræða hvernig bæta megi öryggi ökumannsins.
Niðurstaða akstursmats
Að akstursmati loknu getur ökukennari staðfest framkvæmdina með rafrænum hætti.
Ekki er hægt að falla í akstursmati.
Þegar ökukennari hefur staðfest akstursmat getur ökumaður sótt um fullnaðarskírteini.
-
-
Æfingar fyrir skriflegt ökupróf er hægt að taka hjá Ökuskóla I og Ökuskóla II.
Einnig er hægt að nýta sér www.aka.is en þar verður nemandinn að skrá sig inn á verkefnavefinn og nota númer ökukennarans til að fá frían aðgang að verkefnunum.
Hafðu samband
- ég svara þér innan skamms